Sýningum Sirru Sigrúnar og Gunter Damisch lýkur næstu helgi í Hafnarhúsinu

Nú fara að verða síðustu forvöð að sjá sýningar þeirra Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur, Flatland, og austurríska listamannsins Gunter Damisch, Veraldir og vegir, í Hafnarhúsinu en þeim lýkur báðum á sunnudaginn 25. janúar.
> Sjá nánar

Listamannaspjall, Ásmundarsafn, sunnudag 25. janúar kl. 15

Birgir Snæbjörn Birgisson, Kristín Reynisdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræða við gesti um verk sín á sýningunni A posteriori: Hús, höggmynd sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni.
> Sjá nánar

Listamanna- og sýningarstjóraspjall, Kjarvalsstaðir, sunnudag 25. janúar kl. 15

Einar Hákonarson og Ingiberg Magnússon ræða við gesti um sýninguna Púls tímans, yfirlitssýningu á verkum Einars sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
> Sjá nánar

Nýársgleði Elektra Ensemble, Kjarvalsstaðir, sunnudag 25. janúar kl. 20

Árleg nýársgleði Elektra Ensemble á Kjarvalsstöðum ásamt góðum gestum.
> Sjá nánar

Sýning Einars Hákonarsonar Púls tímans verður opnuð á Kjarvalsstöðum, laugardaginn 17. janúar kl. 16

Púls tímans, Yfirlitssýning á verkum Einars Hákonarsonar (f. 1945) verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum laugardaginn 17. janúar kl. 16. Verkin á sýningunni ná yfir rúmlega 50 ára feril listamannsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra opnar sýninguna.
> Sjá nánar

Fyrirlestur og listamannaspjall: Monika Grzymala, Hafnarhús, sunnudag 18. janúar kl. 15

Fyrirlestur og listamannaspjall Moniku Grzymala á síðasta degi sýningarinnar Myndun, alþjóðlegrar samsýningar sjö listamanna í Hafnarhúsi.
> Sjá nánarEldri fréttir


Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
Erró, Maður með blóm/Man with a Flower, 1985.
Erró og listasagan
06.sep. 14 - 18.okt. 15
Gunter Damisch: Veraldir og vegir
01.nóv. 14 - 25.jan. 15

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
Einar Hákonarson, Kveðjustund/Farwell, 2011
Einars Hákonarson: Púls tímans
17.jan. 15 - 15.mar. 15

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17
A posteriori: Hús, höggmynd
13.sep. 14 - 01.feb. 15