D salur - Sýningar 2008

2008

Hafnarhús

D er ný sýningaröð í Hafnarhúsinu sem nefnd er eftir einum sýningarsal hússins og er hugsuð sem framtíðarverkefni safnsins. Með henni vill Listasafn Reykjavíkur vekja athygli á efnilegum myndlistarmönnum, sem ekki hafa áður haldið einkasýningu í stærri söfnum landsins. Listamennirnir vinna allir ný verk fyrir salinn og í lok hvers árs verður sýningunum fylgt eftir með útgáfu sýningarskrár. Sýningarnar eru skipulagðar af sýningarstjórum Listasafns Reykjavíkur.

 

D7 Ingirafn Steinarsson
10. janúar - 2. mars 2008
Ingirafn Steinarsson (f. 1973) skipuleggur hugmyndir sínar og býr til verkin á kerfisbundinn hátt með það fyrir augum að taka á mannlegum og sálfræðilegum aðstæðum sem oft er erfitt að nálgast á vísindalegan eða mælanlegan hátt. Áhugi Ingarafns á hinu raunverulega og hinu skáldaða er augljós í vísindaskáldsögulegum höggmyndum hans sem endurspegla sterklega en á nærgætinn hátt óvenjulega kímnigáfu hans.
Sýningarstjóri er Yean Fee Quay

D8 - Gunnhildur Hauksdóttir
13. mars  – 27. apríl  2008
Gunnhildur Hauksdóttir (f. 1972) vinnur innsetningar og myndbandsverk oft með einföldum vísunum sem opnar eru fyrir túlkun áhorfandans og fjalla um manninn, umhverfi hans og viðmið.
Hún fangar samband hests og knapa sem einkennist af kraftmiklum mótsögnum tálgaðs vilja og dýrslegrar nálægðar.
Ólöf K. Sigurðardóttir, sýningarstjóri

D9 Jóna Hlif Halldórsdóttir
27. sept - 9. nóv 2008
Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) rásar um fortíð, nútíð og framtíð. Mótífin sem endurtaka sig í innsetningunum hennar, skúlptúrum, ljósmyndum og málverkum koma úr djúpum sálarinnar.
Sýningarstjóri er Yean Fee Quay

D10 Andrea Maack
20. nóvember 2008 - 11. janúar 2009
Andrea Maack (f. 1977) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2005 og hefur verið virk í myndlistarumhverfinu á Íslandi síðan. Sýningin sem ber heitið C R A F T er unnin í samvinnu við Cedric Rivrain, Ingibjörgu Jónsdóttur og ilmvatnsframleiðandann Happyscents.

 

 

 

Prenta Til baka
D-8::: Gunnhildur Hauksdóttir

D-8::: Gunnhildur Hauksdóttir

 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17