Ásmundarsafn

Listasafn Reykjavíkur: Ásmundarsafn

Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893-1982) og var opnað formlega 1983. Það er til húsa í einstæðri byggingu sem listamaðurinn hannaði að mestu sjálfur og byggði á árunum 1942-59. Formhugmyndir hússins eru sóttar til Miðjarðarhafsins, í kúluhús araba og píramída Egyptalands. Í byggingunni voru heimili og vinnustofa listamannsins. Ásmundur byggði síðar bogalaga byggingu aftan við húsið, sem bæði var hugsuð sem vinnustofa og sýningarsalur. Síðar hannaði arkitektinn Mannfreð Vilhjálmsson viðbyggingu sem tengdi aðalhúsið og bogabygginguna saman. Umhverfis safnið er höggmyndagarður og prýða hann nær þrjátíu höggmyndir listamannsins. Ásmundur Sveinsson var einn af frumkvöðlum höggmyndalistar á Íslandi og sótti innblástur í íslenska náttúru og bókmenntir sem og til þjóðarinnar sjálfrar.

Verslun
Í Ásmundarsafni er safnverslun þar sem boðið er upp á úrval innlendra og erlendra listaverkabóka og sýningarskráa sem safnið hefur gefið út í gegnum árin, einnig eru afsteypur af verkum Ásmundar Sveinssonar til sölu í versluninni. Verslunin er opin á opnunartíma safnsins.

Leiðsögn
Í Ásmundarsafni er tekið á móti nemendum og öðrum hópum, sem óska eftir leiðsögn um sýningarnar.
Nánari upplýsingar í síma 590 1200 eða á netfangið: fraedsludeild@reykjavik.is

 

Um heimsókn í Ásmundarsafn
Gestir eru vinsamlegast beðnir um að snerta ekki listaverkin í safninu.
Barnavagnar, bakpokar, stórar töskur, regnhlífar og aðrir fyrirferða miklir hlutir eru ekki leyfðir í sýningarsölunum.

Um Ásmund Sveinsson
Skoða listaverkin í garðinum (.pdf)
Skoða afsteypur Ásmundar

Margmiðlunarverkefni um Ásmund Sveinsson

Margmiðlunarverkefni

 

 

Prenta

Ásmundarsafn

Opnunartími

Safnið er opið alla daga
1. maí - 30. sept.:
kl. 10:00 - 17:00
1. okt. - 30. apríl:
kl.13:00 - 17:00
 

Sími: 553 2155

Aðgangseyrir

Fullorðnir: 1.400 kr. 
Árskort: 3.300 kr.
Námsmenn: 800 kr.
Hópar 10+: 800 kr.
Öryrkjar, eldri borgarar (70+), börn að átján ára aldri. ICOM, FÍSOS, SÍM og FÍMK: Frítt

Hvar er safnið?


Upplýsingar um strætisvagnaleiðir á heimasíðu strætó.

 

Ásmundur Sveinsson, Listhneigð.
Listhneigð Ásmundar Sveinssonar
09.maí 15 - 04.okt. 15 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17