Yfirstandandi sýningar

Hafnarhús

Richard Serra, Áfangar, 1990.

Richard Serra: Áfangar

21. maí. - 20. sept. 2015

Á þessu ári er aldarfjórðungur síðan umhverfisverkið Áfangar var sett upp í Vesturey Viðeyjar. Listahátíð í Reykjavík 1990 átti frumkvæðið að uppsetningu verksins en Reykjavíkurborg stóð fyrir byggingu þess.

> Lesa meira
ROTATING RENAISSANCE MAN, Vizcaya Museum & Gardens, Miami, 2015

Magnús Sigurðarson: Athöfn og yfirskin

21. maí - 18. okt. 15

Magnús Sigurðarson (f. 1966) heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi um langt skeið en hann hefur verið búsettur í Miami í Bandaríkjunum í yfir áratug.

> Lesa meira
Kathy Clark, Bangsavættir, 2015.

Kathy Clark: Bangsavættir

21. maí - 18. okt. 2015

Kathy Clark vinnur innsetninguna Bangsavættir úr aflóga böngsum sem hún hefur fundið í Reykjavík. Hún ætlar að endurspegla flókna frásögn af lífsgöngunni með mörg hundruð böngsum sem hún hefur tekið í sundur, saumað, bundið, límt og/eða unnið með vaxi og öðrum efnum.

> Lesa meira
Erró, Maður með blóm/Man with a Flower, 1985.

Erró og listasagan

6 Sept. 14 - 18 Oct. 15

Á þessari sýningu má sjá verk þar sem Erró fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar líkt og Picasso og Léger.

> Lesa meira

Kjarvalsstaðir

Nýmálað II

28. mars – 7. júní 15

Annar hluti sýningarinnar Nýmálað, þar sem sýnd eru í heild verk 88 starfandi málara á hér á landi. Sýningin er yfirlit um stöðu málverksins hér á landi. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður.

> Lesa meira

Ásmundarsafn

Ásmundur Sveinsson, Stríð og flótti/War and Flight, 1943.

Listhneigð Ásmundar Sveinssonar

9. maí - 4. okt. 2015

Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893-1982). Í safninu gefur að líta verk sem spanna feril listamannsins og sýna vel þróunina sem varð á sýn hans í gegnum tíðina.

> Lesa meira

Fræðsla & fyrirlestrar

Listasafnið býður upp á fjölbreytta fræðslu og fyrirlestradagskrá

> Meira 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17