Sýningar framundan

Hafnarhús

Myndun

20. sep 14 – 18. jan 15

Alþjóðleg samsýning sjö listamanna: Tomas Saraceno frá Argentínu, Ernesto Neto frá Brasilíu, Ragna Róbertsdóttir frá Íslandi, Ryuji Nakamura og Rintaro Hara frá Japan, Mona Hatoum frá Líbanon og Monika Grzymala frá Póllandi.

> Lesa meira
Mojoko & Shang Liang: Gagnvirkur veggur/Reactive Wall, 2010.

Mojoko& Shang Liang: Gagnvirkur veggur

6. sep. 14 - 19. okt. 14

Reactive Wall er gagnvirkt listaverk og eitt af mörgum samvinnuverkefnum listamannsins Mojoko og tölvuforritarans Shang Liang. Mojoko gerði grafíkina sem er samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu í Asíu og á Vesturlöndum.

> Lesa meira
Erró, Maður með blóm/Man with a Flower, 1985.

Erró og listasagan

6. sep. 14 - 27. sep. 15

Á þessari sýningu má sjá verk þar sem Erró fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar líkt og Picasso og Léger.

> Lesa meira

Sirra Sigrún Sigurðardóttir: Flatland

1. nóv. 14 - 25. jan. 2015

í verkinu Flatland teflir Sirra Sigrún (f.1977) saman strúktúrískri kyrrstöðu við kvikar hreyfingar með samþættingu myndbanda, texta, hreyfinga og skúlptúra. Titillinn Flatland vísar meðal annars til samnefndrar bókar frá 1884 þar sem dregin er upp satírísk mynd af samfélagslegum strúktúr með tungumáli stærð- og rúmfræðinnar.

> Lesa meira
Gunter Damisch, Rotfeldwege,1993.

Gunter Damisch: Veraldir og vegir

1. nov. 14 - 25. jan. 15

Yfirlitssýning á verkum austurríska listamannsins Gunter Damisch (f. 1958) frá níunda áratugnum til dagsins í dag. Á sýningunni er skúlptúr og grafísk verk sem listamaðurinn hefur gefið Listasafni Reykjavíkur ásamt úrvali annarra verka eftir hann. Verk

> Lesa meira
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, ljósmynd/Photo: E.S.P.TV.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir: Skipbrot úr framtíðinni / sjónvarp úr fortíðinni

6.9.2014-19.10.2014

Ásdís Sif vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum sem fara fram með mismunandi hætti á ólíkum stöðum í tíma og rúmi. Verkið Skipbrot úr framtíðinni/sjónvarp úr fortíðinni er stór vídeóinnsetning sem byggist á eldra verki eftir Ásdísi frá sýningunni Pakkhúsi postulanna (2006).

> Lesa meira

Kjarvalsstaðir

Kjarval: Efsta lag

27. sep. 14 – 4. jan. 15

Andreas Eriksson er sýningarstjóri sýningarinnar en þar eru bæði verk eftir Kjarval (1885–1972) og hann sjálfan.

> Lesa meira
Andreas Eriksson, Kofi TedKaczynskis/ TedKaczynskisCabin, 2004.

Andreas Eriksson: Roundabouts

27. sep. 14 - 4. jan. 15

Andreas Eriksson ( f. 1975) er einn virtasti listamaður Svía af sinni kynslóð. Hann var fulltrúi Svíþjóðar í norræna skálanum á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og verk hans hafa verið sýnd víða um heim.

> Lesa meira

Ásmundarsafn

A posteriori: Hús, höggmynd

13. sept. 14 - 1. feb. 15

Á sýningunni A posteriori sem er latneskur frasi frá fyrri hluta 17. aldar og þýðir ,,af því sem á eftir kemur“ eru valin listaverk með nýstárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar og hús.

> Lesa meira

Fræðsla & fyrirlestrar

Listasafnið býður upp á fjölbreytta fræðslu og fyrirlestradagskrá

> Meira 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00