Hafnarhús

Hreyfing augnabliksins

Hreyfing augnabliksins

15. september 2012 – 6. janúar 2013

Eins og titillinn gefur til kynna vísa verkin á sýningunni til líðandi stundar og margbreytilegrar birtingamyndar hennar. Þungamiðja sýningarinnar er gríðarstór tausamfella eftir Jóhann Eyfells.

> Lesa meira
HA

HA - Sara Björnsdóttir

15. september 2012 – 6. janúar 2013

Í innsetningunni HA leysir Sara Björnsdóttir upp hið fasta rými A- salarins með lifandi myndum af rýminu sjálfu sem falla hver inn í aðra og skapa nýja vídd, síbreytilega sjónhverfingu sem gerir áhorfandanum kleyft að sjá dýpra inn í rýmið og átta sig á samhengi þess við listina, andrána og veru hans sjálfs í rýminu.

> Lesa meira
Dan Perjovschi, Halloween, 2008

News from the Island - Dan Perjovschi

15. september 2012 – 6. janúar 2013

Rúmenski listamaðurinn Dan Perjovschi (f. 1961) er einn áhrifamesti innandyra grafíti- og teiknimyndalistamaður samtímans. Verk hans eru örgrandi en þau vinnur hann gjarnan beint á veggi og gólf í sýningarrýminu.

> Lesa meira

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2013

20. apríl - 5. maí 2013

Sýningin er afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn.

> Lesa meira
Study for All State at Hafnarhúsið. Credits: Theresa Himmer

Theresa Himmer: All State

25. maí -1. sept.

Innsetning í lyftu Hafnarhúss.

> Lesa meira
Andrea Maack og Huginn Þór Arason

Huginn Þór Arason og Andrea Maack: Kaflaskipti

25. maí - 1. sept.

Sýningin hverfist um ilm sem ætlað er að fanga kjarna listasafns fjarlægrar framtíðar.

> Lesa meira
Katrín Sigurðardóttir, Undirstaða/Foundation. Ljósmynd Pétur Thomsen.

Katrín Sigurðardóttir: Undirstaða

25. jan. – 13. apríl.

Sýning á verkinu Undirstöðu, eftir Katrínu Sigurðardóttur en verkið var opinbert framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins árið 2013. Undirstaða er stór innsetning í A-sal Hafnarhússins sem nær út í port hússins. Verkið hefur útlínur hefðbundins garðskála frá 18. öld og samanstendur af upphækkuðu gólfi sem brýst í gegnum veggi og súlur sýningarrýmisins.

> Lesa meira
Dodda Maggý, DeCore (aurae) (2012)

Hljómfall litar og línu

1. feb. - 13. apríl

Sýningin snýst um myndlistarverk í anda „sjónrænnar tónlistar“ (visual music). Allt frá því snemma á 20. öld hafa myndlistamenn í leit að óhlutbundnu tjáningarformi leitað að fyrirmyndum í tónlist.

> Lesa meira
Erró, Heimurinn í dag, 2011.

Erró: Heimurinn í dag

12. okt. 2013 - 24. ágú. 2014

Á sýningunni gefur að líta verk sem Erró hefur gefið Listasafni Reykjavíkur undanfarin ár. Um er að ræða fjölda listaverka – samklippimyndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og smeltiverk.

> Lesa meira

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2014

26. apr. - 11. maí 2014

Laugardaginn 26. apríl kl. 14.00 opnar árleg útskriftarsýning nemenda sem útskrifast með BA- gráðu frá myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í vor.

> Lesa meira
Ragnar Kjartansson, Guð/God 2007

Þín samsetta sjón - Úrvalsverk úr safneigninni 1970-2010

24. maí - 7. sept.

Á sumarsýningunni í Hafnarhúsi má finna úrval samtímalistaverka úr safni Listasafns Reykjavíkur. Margir af þekktustu starfandi listamönnum á Íslandi eiga verk á sýningunni.

> Lesa meira
Mojoko & Shang Liang: Gagnvirkur veggur/Reactive Wall, 2010.

Mojoko& Shang Liang: Gagnvirkur veggur

6. sep. 14 - 21. okt. 14

Reactive Wall er gagnvirkt listaverk og eitt af mörgum samvinnuverkefnum listamannsins Mojoko og tölvuforritarans Shang Liang. Mojoko gerði grafíkina sem er samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu í Asíu og á Vesturlöndum.

> Lesa meira
Erró, Maður með blóm/Man with a Flower, 1985.

Erró og listasagan

6. sep. 14 - 18. okt. 15

Á þessari sýningu má sjá verk þar sem Erró fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar líkt og Picasso og Léger.

> Lesa meira
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, ljósmynd/Photo: E.S.P.TV.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir: Skipbrot úr framtíðinni / sjónvarp úr fortíðinni

6.9.2014-19.10.2014

Ásdís Sif vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum sem fara fram með mismunandi hætti á ólíkum stöðum í tíma og rúmi. Verkið Skipbrot úr framtíðinni/sjónvarp úr fortíðinni er stór vídeóinnsetning sem byggist á eldra verki eftir Ásdísi frá sýningunni Pakkhúsi postulanna (2006).

> Lesa meira
Gunter Damisch, Rotfeldwege,1993.

Gunter Damisch: Veraldir og vegir

1. nov. 14 - 25. jan. 15

Yfirlitssýning á verkum austurríska listamannsins Gunter Damisch (f. 1958) frá níunda áratugnum til dagsins í dag. Á sýningunni er skúlptúr og grafísk verk sem listamaðurinn hefur gefið Listasafni Reykjavíkur ásamt úrvali annarra verka eftir hann.

> Lesa meira

Kjarvalsstaðir

Jóhannes S. Kjarval. Gálgaklettur, 1956

Gálgaklettur og órar sjónskynsins

2. júní — 26. ágúst

Í um aldarfjórðung heimsótti Jóhannes Kjarval reglulega afskekktan stað í Garðahrauni sunnan Hafnarfjarðar, sem kenndur er við Gálgaklett, en andspænis formlausum hraunmyndunum Gálgakletts málaði Kjarval engu að síður fjölda mynda sem eru grunnurinn að þessari sýningu um “Óra sjónskynsins”.

> Lesa meira
Svavar Guðnason, Án nafns, 1962

Ljóðheimar - Ljóðræn abstraktlist íslenskra myndlistarmanna, 1957-1970

8. september — 4. nóvember

Sýningin markar tímamót í íslensku sýningarhaldi sem fyrsta yfirlitssýning á ljóðrænni eða expressjónískri abstraktlist íslenskra myndlistarmanna.

> Lesa meira
Jón Stefánsson, Sumarnótt, Lómar við Þjórsá, 1929.

Íslensk myndlist 1900-1950: Frá landslagi til abstraktlistar

1. júní - 22. sept.

Sögulegt yfirlit íslenskrar myndlistar frá 1900-1950.

> Lesa meira
Jóhannes S. Kjarval, Hvítasunnudagur, 1917

Mynd af heild 2 – Kjarval bankanna

5. okt. 2013 – 26. jan. 2014

Sýningin er framhald af þeirri viðleitni Listasafns Reykjavíkur að gefa sem víðtækasta mynd af ferli Kjarvals.

> Lesa meira
Alexander Rodchenko, Lily Brik, 1924, © A. Rodchenko – V. Stepanova Archive © Moscow House of Photography Museum

Alexander Rodchenko: Bylting í ljósmyndun

5. okt. 2013 – 12. jan. 2014

Það er mikill akkur fyrir Listasafn Reykjavíkur að fá verk Rodchenko til Reykjavíkur en sýningin hefur farið víða um heim síðustu ár. Áhugafólk um myndlist, stjórnmálasögu, ljósmyndun og grafíska hönnun ætti ekki að láta sýninguna fram hjá sér fara.

> Lesa meira
Jóhannes S. Kjarval, Fyrstu snjóar, 1953.

Árstíðirnar í verkum Kjarvals

1. feb. – 14. sep 2014

Því hefur verið haldið fram að í gegnum augu Kjarvals hafi Íslendingar lært að sjá land sitt upp á nýtt. Það land sem augu hans námu og birtist okkur á dúkum hans er úfið og stórbrotið land grýttra fjalla, hrauns og mosa.

> Lesa meira
Harro Koskinen, Bad thing, 1968, assemblage, 20 x 35,3 x 25, Turku Art Museum. Photo: Vesa Aaltonen.

Harro

8. feb. - 18. maí

Á sýningunni verður sjónum beint að popplistaverkum Harros frá 1968 til 1972 en þau ollu uppnámi þegar þau voru fyrst sýnd í Finnlandi.

> Lesa meira
Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson, Core, 2013. Silk, industrial dyes 310 x 433 cm.

Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson: Úr iðrum jarðar

8. feb. - 18. maí

Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson (f. 1963) hefur í rúm 15 ár sameinað málaralist og vefnað með því að búa til málverk ofin úr handlituðum silkiþráðum. Hún sækir efnivið sinn í íslenskt landslag og hefur t.d. búið til myndraðir um Vatnajökul og Heklu. Á sýningunni má sjá úrval af þessum stóru málverkum sem ofin eru í þriggja metra breiðum vefstól.

> Lesa meira
Þorvaldur Skúlason, Abstraktion, 1960.

Hliðstæður

31. maí - 14. sept.

Verkin spanna 73 ára tímabil en hér finnum við hvorki sögulegt yfirlit né þematengingar heldur er verkum ólíkra listamanna spilað saman, tveimur eða þremur í senn, til að draga fram líkindi þeirra á milli.

> Lesa meira
Snorri Arinbjarnar, Frá Reykjavíkurhöfn, 1940.

Reykjavík, bær, bygging

31. maí - 14. sept.

Á sumarsýningu Kjarvalsstaða getur að líta úrvalsverk frá ýmsum tímabilum íslenskrar myndlistarsögu. Öll verkin eru úr safni Listasafns Reykjavíkur.

> Lesa meira
Andreas Eriksson, Kofi TedKaczynskis/ TedKaczynskisCabin, 2004.

Andreas Eriksson: Roundabouts

27. sep. 14 - 4. jan. 15

Andreas Eriksson ( f. 1975) er einn virtasti listamaður Svía af sinni kynslóð. Hann var fulltrúi Svíþjóðar í norræna skálanum á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og verk hans hafa verið sýnd víða um heim.

> Lesa meira

Ásmundarsafn

Ásmundur Sveinsson. Svört ský, 1947

Inn í kviku

5. maí 2012 — 28. apríl 2013

Á sýningunni er efnistaka leitað í tilfinningalegri kviku listamannsins, en sú nálgun á verkum hans er ný af nálinni. Sýningin skiptist í þrjá hluta sem tengjast Ásmundarsafni, heimili og vinnustofu listamannsins, órofa böndum með viðeigandi þema, litum og lýsingu.

> Lesa meira

Sagnabrunnur - Ásmundur og bókmenntir

11. maí - 30. des.

Ásmundur Sveinsson (1893–1982) fór mismunandi leiðir í listsköpun sinni og sótti m.a. innblástur í helgisögur, goðsagnir, Íslendingasögur og þjóðsögur. Á þessari sýningu gefur að líta 20 höggmyndir í eigu Listasafns Reykjavíkur sem vísa allar með einum eða öðrum hætti í bókmenntarfinn og eru til vitnis um þann mikla sögumann sem Ásmundur Sveinsson var.

> Lesa meira

Anna Hallin: Samleikur

21. sept. 2013 – 5. jan. 2014

Sýning sænsk – íslensku myndlistarkonunnar Önnu Hallin ,,Samleikur” í Ásmundarsafni fjallar m.a. um þá þræði sem liggja til ýmissa átta í listasögunni, á milli landa, menningarheima og tímabila og frá einum listamanni til annars.

> Lesa meira
Þór Sigþórsson, Blind Date, 2013.

„Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn“

18. jan - 27. apríl.

Á sýningunni er vakin athygli á efnistökum Ásmundar á síðari hluta ferils hans og samhljóm hans við starfandi listamenn í dag.

> Lesa meira
Ásmundur Sveinsson með sveinsstykki sitt. Ljósmyndari: Sigríður Zoëga

Ásmundur Sveinsson - Meistarahendur

10. maí -31. ágú.

Á sýningunni gefur að líta verk sem spanna feril listamannsins og sýna vel þróunina sem varð á sýn hans í gegnum tíðina. Meðal verka eru höggmyndir sem hann gerði sem nemandi við sænsku ríkisakademíið.

> Lesa meira

A posteriori: Hús, höggmynd

13. sept. 14 - 1. feb. 15

Á sýningunni A posteriori sem er latneskur frasi frá fyrri hluta 17. aldar og þýðir ,,af því sem á eftir kemur“ eru valin listaverk með nýstárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar og hús.

> Lesa meira

A posteriori: Hús, höggmynd

13. sept. 14 - 1. feb. 15

Á sýningunni A posteriori sem er latneskur frasi frá fyrri hluta 17. aldar og þýðir ,,af því sem á eftir kemur“ eru valin listaverk með nýstárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar og hús.

> Lesa meira

Eldri sýningar

2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013


 

 
 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17