Ívar Valgarðsson - Til spillis

19. janúar - 14. apríl

Hafnarhús

Til spillis eftir Ívar Valgarðsson (f. 1954) samanstendur af þremur veggmyndum af málningardropum sem hafa lekið á gólfið í A-sal í Hafnarhúsi, Listasafni Reykjavíkur, auk þriggja ljósmynda. Ívar beinir stafrænum smásjármyndavélum, sem ætlaðar eru til vísindarannsókna, að dropunum og varpar myndum í rauntíma á veggina, eins konar stækkuðum stafrænum málverkum af dropunum. Hann vekur þannig athygli á málningu sem hefur farið til spillis og færir sér í nyt gáleysi málarans, sem málaði veggi sýningarsalarins, með því að færa dropana aftur upp á veggina.

Til spillis er líkt og fyrri verk Ívars nákvæmlega útfært, vel ígrundað og ljóðrænt. Ívar hrífst af þeim sköpunarkrafti sem á sér stað í mótun og uppbyggingu hins manngerða umhverfis, í háspennulínum sem flytja rafmagn milli landshluta, olíublettum á götu, málningarlögum á húsveggjum eða, eins og hér, í málningardropum sem hafa lekið á gólfið. Ívar hrífst þannig fyrst og fremst af síbreytileika og hringrás efnis og hugmynda.
Verk Ívars eru innsetningar en hann notar gjarnan myndvarpa og ljósmyndir og vinnur mikið með ýmiss konar iðnaðarefni.

Ívar hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971 og stundaði framhaldsnám í Hollandi frá 1977 til 1980.

 

Dagskrá:

Sunnudag 17. febrúar kl. 15
Hafnarhús – Til spillis
Listamannaspjall – Ívar Valgarðsson, myndlistarmaður segir frá innsetningu sinni í A-sal Hafnarhússins.

Sýningarskrá (pdf)
Nánari upplýsingar (pdf)

Prenta Til baka
Ívar Valgarðsson, Til spillis, 2013

Ívar Valgarðsson, Til spillis, 2013

 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17