Robert Smithson: Rýnt í landslag

19. janúar - 14. apríl

Hafnarhús

Robert Smithson (1938–1973) er þekktastur sem einn af upphafsmönnum umhverfislistar (Land Art Movement). Á þessari sýningu er lögð áhersla á verkið Brotinn hringur/Spíralhæð sem Smithson gerði í Emmen í Hollandi árið 1971. Verkið er eina umhverfislistaverk Smithsons í Evrópu en hann lést í flugslysi tveimur árum síðar, aðeins 35 ára gamall. Á sýningunni gefur að líta flesta þá miðla sem Smithson notaði í listsköpun sinni, svo sem teikningar, ljósmyndir, bréf og kvikmynd sem hann var að vinna að þegar hann lést. Verkin veita góða innsýn í hugmyndafræði Smithsons um endurnýjun iðnaðarlands og hvernig hann skipulagði og byggði upp verkið Brotinn hring/Spíralhæð. Þá verða sýndar þrjár kvikmyndir um önnur umhverfislistaverk Smithsons: Spiral Jetty, Mono Lake og Swamp.

Sýningarstjóri er Eva Schmidt.


Dagskrá:

Sunnudag 27. janúar kl. 15
Hafnarhús – Robert Smithson
Almenn leiðsögn um sýninguna

Sunnudag 24. febrúar kl. 14 - 16
Hafnarhús – Robert Smithson
Vinnusmiðja fyrir krakka (9 ára+). Leiðbeinendur eru Hugrún Þorsteinsdóttir, arkitekt og listamaðurinn Ásdís Spanó.

Sunnudag 10. mars  kl. 14 - 16
Hafnarhús – Robert Smithson
Umræðurþing með þátttöku íslenskra myndlistar – og fræðimanna þar sem tekið verður á áhrifum Robert Smithson á hugmyndir og aðferðir í list samtímans. Stjórnandi er Aðalheiður L. Guðmundsdóttir.

Prenta Til baka
Robert Smithson - The Invention of Landscape- Broken Circle / Spiral Hill. View of Spiral Hill, 1971. Photograph. Robert Smithson Estate, James Cohan Gallery, New York/Shanghai. Art © Estate of Robert Smithson/Licensed by VAGA, New York, NY

Robert Smithson - The Invention of Landscape- Broken Circle / Spiral Hill. View of Spiral Hill, 1971. Photograph. Robert Smithson Estate, James Cohan Gallery, New York/Shanghai. Art © Estate of Robert Smithson/Licensed by VAGA, New York, NY

 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17