Zilvinas Kempinas: Brunnar

14. sept. 2013 – 5. jan. 2014

Hafnarhús

Brunnar er staðbundin innsetning þar sem segulbönd bylgjast í gusti frá aflmiklum loftræstiblásurum og mynda þannig eins konar landslag.

Litháíski listamaðurinn Zilvinas Kempinas (f. 1969 ) hefur nýtt sér segulbönd úr VHS-spólum til að skapa verk sem virðast hafna upprunalegu hlutverki miðilsins. Þessi verk eru byggð á nýrri tækni og hafa löngum vakið nostalgíu hjá þeim sem voru vanir segul- og myndböndum. Fágað og gljáandi svart bandið, 12,7 mm að breidd, rann áður af einu hjóli yfir á annað inni í plasthulstri, en hefur nú verið tekið úr hylki sínu svo að úr verður verk til að upplifa.

Sýningin er hluti af menningaráætlun litháísku formennskunnar í ráði Evrópusambandsins og styrkt af menningarmálaráðuneyti Litháens.

Dagskrá

Laugardag 28. september kl. 15
Leiðsögn á litháísku
Leiðsögn á litháísku um sýningar Zilvinas Kempinas og Tomas Martišauskis. Leiðsögnin er liður í  fjölmenningarverkefni á vegum menningarstofnana borgarinnar.

Laugardagur og sunnudagur 2.- 3. nóvember kl. 13
Leiðsagnir á ensku
Leiðsagnir um sýningarnar í Hafnarhúsinu á ensku.

Laugardag 30. nóvember kl. 11
Listsmiðja
Björk Viggósdóttir stýrir listsmiðja fyrir fjölskyldur í tengslum við sýningarnar í Hafnarhúsinu.

Laugardag 14. desember kl. 11
Leiðsögn með safnabeltið
Leiðsagnir um sýningarnar í Hafnarhúsinu með safnabeltið, en það er búið skemmtilegum verkfærum sem gerir safnaheimsókn fjölskyldufólks að nýrri upplifun og góðum leik.

Laugardag 4. janúar kl. 15
Leiðsögn á litháísku
Leiðsögn á litháísku um sýningar Zilvinas Kempinas og Tomas Martišauskis

 

Prenta Til baka

 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17