Tomas Martišauskis: Vera

14. sept. 2013 – 12. jan. 2014

Hafnarhús

Vera er nýjasta verk litháíska listamannsins Tomas Martišauskis en hér kemur fram póstmódernísk sýn á tengsl höggmynda og rýmis. Listamaðurinn umbreytir einstökum skúlptúr í form nútímamiðla og víkkar þannig út hugmyndir okkar um hefðbundna skúlptúra. Verkið og þrjár birtingarmyndir þess eru sýndar en þær koma fram í þrívíddarmynd, á myndbandi og í hljóðmynd.  Hið mótsagnakennda samband milli verksins og afritanna sýnir ólíka þætti verksins: Innviði þess og ytra borð, hljóðheim og þrívídd í hreyfimynd og teikningu.

Tomas Martišauskis (f. 1977) býr og starfar í Vilníus í Litháen. Hann útskrifaðist með meistaragráðu frá höggmyndadeild listaakademíunnar í Vilníus árið 2006. Árið 2005 stundaði hann nám við höggmyndadeild finnsku listaakademíunnar, KUVA.

Sýningin er hluti af menningaráætlun litháísku formennskunnar í ráði Evrópusambandsins og styrkt af menningarmálaráðuneyti Litháens.

 

Dagskrá

Laugardag 28. september kl. 15
Leiðsögn á litháísku
Leiðsögn á litháísku um sýningar Zilvinas Kempinas og Tomas Martišauskis. Leiðsögnin er liður í  fjölmenningarverkefni á vegum menningarstofnana borgarinnar.

Laugardagur og sunnudagur 2.- 3. nóvember kl. 13
Leiðsagnir á ensku
Leiðsagnir um sýningarnar í Hafnarhúsinu á ensku.

Laugardag 30. nóvember kl. 11
Listsmiðja
Björk Viggósdóttir stýrir listsmiðja fyrir fjölskyldur í tengslum við sýningarnar í Hafnarhúsinu.

Laugardag 14. desember kl. 11
Leiðsögn með safnabeltið
Leiðsagnir um sýningarnar í Hafnarhúsinu með safnabeltið, en það er búið skemmtilegum verkfærum sem gerir safnaheimsókn fjölskyldufólks að nýrri upplifun og góðum leik.

Laugardag 4. janúar kl. 15
Leiðsögn á litháísku
Leiðsögn á litháísku um sýningar Zilvinas Kempinas og Tomas Martišauskis

 

Prenta Til baka
Tomas Martišauskis, Creature/Vera, 2013

Tomas Martišauskis, Creature/Vera, 2013

 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17