Erró: Heimurinn í dag

12. okt. 2013 - 24. ágú. 2014

Hafnarhús

Erró kemur enn og aftur færandi hendi og gefur Listasafni Reykjavíkur fjölda listaverka – samklippimyndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og smeltiverk sem hann hefur unnið á síðastliðnum 12 árum. Verkin sýna nýjan kafla í listsköpun Errós þar sem hann skapar sína eigin myndrænu veröld með nýjum efnistökum og myndefni. Þau vitna til um gleði og  sköpunarkraft listamannsins við að klippa og setja saman myndir víðsvegar að úr heiminum.

Erró hefur sýnt Listasafni Reykjavíkur mikinn rausnarskap í gegnum tíðina en allt frá árinu 1989 hefur hann fært safninu yfir 4400 verk sem spanna allan hans æviferil.

Verkin á sýningunni Heimurinn í dag eru gerð á ellefu ára tímabili og  sýna nýjan kafla í listsköpun Errós þar sem hann skapar sína eigin myndrænu veröld með nýjum efnistökum og myndefni. Hann notar fjölbreytt efni, aðferðir og tækni við listsköpun sína en verkin eru samklippimyndir, vatnslitamyndir, smeltiverk, málverk og yfirmálað stafrænt prent á striga.

Erró heldur áfram að gera tilraunir með efni og aðferðir. Á síðastliðnum árum hefur hann í auknum mæli unnið með stafræn prent af ólíkum stærðum þar sem hann kannar nýjar leiðir við að endurnýja málverkið. Samhliða þessu heldur Erró áfram að þróa áfram eða endurskoða myndbyggingu verka sinna. Hann leikur sér af mikilli fagmennsku með að byggja upp verk þar sem hann ýmist raðar myndum eða myndbrotum lárétt eða lóðrétt. Myndefnið tengist oft hugmyndum listamannsins um orku og hvernig hún getur birst sem ofbeldi, náttúruhamfarir, erótík og stríð.

Listasafn Reykjavíkur hefur haldið alls 24 sýningar á verkum Errós í Hafnarhúsinu frá því það var tekið til notkunar sem eitt af listasöfnum borgarinnar árið 2000. En ávallt eru sýningar á verkum listamannsins í húsinu.

Sýningarstjóri: Danielle Kvaran.

 

Prenta Til baka
Erró, Heimurinn í dag, 2011.

Erró, Heimurinn í dag, 2011.

 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17