Fréttir / tilkynningar

Nordic Outbreak í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús, 25. - 27. október


Mynd: Videostill, Sigurdur Gudjonsson, Balance (2013)

Gerningar og gjörningaveður í vídeólist á Norðurlöndunum

Sýningin Nordic Outbreak fer fram í Listasafni Reykjavíkur dagana 25.-27. október.  Verkefnið er norrænt samstarfsverkefni þar sem áhersla er lögð  á að miðla nýjum myndbandsverkum valinna listamanna frá Norðurlöndum.  Streaming Museum í New York stofnaði til verkefnisins en það hófst í apríl 2013 og ferðast á árinu til valinna menningarstofnana á Norðurlöndum.

Dagskráin fer fram í Hafnarhúsi og samanstendur af sýningum á nýrri vídeólist, fyrirlestri og pallborðsumræðum. Dagskráin er unnin í tengslum við sýninguna Íslensk vídeólist frá 1975-1990 sem stendur yfir í Hafnarhúsi.

Listamennirnir sem eiga verk á Nordic Outbreak eru: J Tobias Anderson (SE), Jeannette Ehlers (DK), Søren Thilo Funder (DK), Sigurður Guðjónsson (IS), Styrmir Örn Guðmundsson (IS), Eeva-Mari Haikala (FI), Iselin Linstad Hauge (NO), Kolbeinn Hugi Höskuldsson (IS), Hannu Karjalainen (FI), Dan Lestander (SE), Una Lorenzen (IS), Pernille With Madsen (DK), Dodda Maggý (IS), Miia Rinne (FI), Eija-Liisa Ahtila (FI), Magnús Sigurðarson (IS) og hópurinn QNQ/AUJIK (SE).

Í tilefni þess að Nordic Outbreak hefur viðkomu í Reykjavík verða sýnd fjögur ný vídeóverk eftir íslenska listamenn þeir eru: Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Plato’s Dream of Atlantis as Seen by the Great Edgar Cayce (2013), Styrmir Örn Guðmundsson, Second Level (2013), Sigurður Guðjónsson, Balance (2013) og EDDA (2013).

Fyrirlestur og pallborðsumræður um vídeólist í fortíð og nútíð
Nordic Outbreak fer fram í Hafnarhúsi á sama tíma og fyrsta sögulega yfirlitssýningin um íslenska  vídeólist stendur yfir. Af þessu tilefni mun Jonathan Habib Engqvist flytja erindi um sögu vídeólistar á Norðurlöndum. Þá fara fram pallborðsumræður um hlutverk staðbundinnar söguskoðunar þar sem rætt verður um hvaða þýðingu hún hefur fyrir vídeólist í samtímanum. Þátttakendur eru: Jacob Lillemose sýningastjóri (DK), Jonathan Habib Engqvist sýningastjóri og heimspekingur (SE), Hlynur Helgason aðstoðarprófessor við Háskóla Íslands og myndlistarmaður, og Dodda Maggý myndlistarmaður. Fundarstjóri er Margrét Elísabet Ólafsdóttir sjálfstætt starfandi fræðimaður í Reykjavíkurakademíunni og sýningarstjóri sýningarinnar Íslensk vídeólist frá 1975-1990.
Fyrirlestur og umræður fara fram á ensku

Dagskrá:

Föstudagur 25. október
Kl. 17-18
Opnun Nordic Outbreak
Tanya Toft verkefnisstjóri Nordic Outbreak kynnir verkefnið.

Kl. 18-20
Fyrirlestur
Jonatan Habib Engqvist: A History of Nordic Moving Images and Things.

Kl. 17-24
Dagskrá vídeóverka II utandyra (9 verk, 35 mín.)
Vídeóverkum varpað á glugga bókasafns Hafnarhúsins á jarðhæð, Geirsgötu.

Laugardagur 26. október
Kl. 11-13
Pallborðsumræður: Vídeólist í fortíð og nútíð
Fundarstjóri:  Margrét Elísabet Ólafsdóttir.
Þátttakendur: Jonatan Habib Engqvist, Hlynur Helgason, Jacob Lillemose, Dodda Maggý.

Kl.13-17
Dagskrá vídeóverka I í fjölnotarými (10 verk, 50 mín.)

Kl. 17-24
Dagskrá vídeóverka II utandyra (9 verk, 35 mín.)
Vídeóverkum varpað á glugga bókasafns Hafnarhúsins, Geirsgötu.

Sunnudagur 27. október
Kl.10-17
Dagskrá vídeóverka I í fjölnotarými (10 verk, 50 mín.)

Kl. 17-24
Dagskrá vídeóverka II utandyra (9 verk, 35 mín.)
Vídeóverkum varpað á glugga bókasafns Hafnarhúsins sem snýr að Geirsgötu.


Nordic Outbreak er unnið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, Scandinavia House í New York, Kiasma Art Museum í Helsinki, Danish Architecture Center í Kaupmannahöfn, Screen City Festival í Stavanger, Katuaq Cultural Center í Nuuk og Umeå í Svíþjóð sem er menningarborg Evrópu árið 2014. Sýningarstjórar verkefnisins eru Daniela Arriado, Birta Guðjónsdóttir, Kati Kivinen, Jacob Lillemose og Tanya Toft.
Vídeóverkin sem sýnd eru í Listasafni Reykjavíkur eru valin af Birtu Guðjónsdóttur úr verkum sem sýningarstjórarnir fimm hafa áður valið saman.

Nánari upplýsýngar um Nordic Outbreak má finna hér:  www.nordicoutbreak.streamingmuseum.org

Nordic Outbreak er styrkt af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Nordic Culture Fund og Nordic Culture Point.

 

Prenta Til baka
 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17