Panta safnfræðslu og leiðsögn

 

Fyrir öll skólastig

Panta safnfræðslu fyrir skólahóp

Heimsókn á Listasafn Reykjavíkur býður upp á margvíslega möguleika til upplifunar, fræðslu og náms. Starfsemi Listasafns Reykjavíkur fer fram á þremur stöðum innan borgarinnar: Kjarvalsstöðum við Flókagötu, Ásmundarsafni við Sigtún og Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Nánari upplýsingar um hvert skólastig má finna undir Fræðsla og viðburðir - fyrir skóla.

Myndlist á ferð og flugi

Panta Flökkusýningu

Grunnskólum Reykjavíkur stendur til boða að fá flökkusýningar til láns í skólann í 2–3 vikur í senn ásamt vönduðum verkefnum (fræðslupakka) og kynningu á mögulegri notkun sýninga og verkefna. Fræðslupakkarnir eru unnir af kennurum með bakgrunn í myndlist og listfræði og verkefnin tengd námskrám. Flökkusýningarnar eru ætlaðar grunnskólum Reykjavíkur.

Fyrir almenning

Panta leiðsögn fyrir almennan hóp

Hægt er að panta leiðsögn fyrir almenna hópa í öll safnhús Listasafns Reykjavíkur. Leiðsögn er, eftir föngum sniðin, að óskum hvers hóps. Verð á opnunartíma safnsins á virkum dögum er  kr. 15.000 + aðgangseyrir.  Fyrir utan opnunartíma kostar leiðsögnin kr. 30.000 + aðgangseyri.  Á Kjarvalsstöðum er hægt að semja sérstaklega um veitingar.
 

 

 

Prenta
 

 

Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
 

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17