Klemens Hannigan

Klemens Hannigan

Klemens Hannigan (f. 1994) er myndlistarmaður, tónlistarmaður og smiður, völundur á öllum sviðum. Hann er jafnvígur á húsgagna- og lagasmíði og hefur ríka tilfinningu fyrir myndbyggingu, efni og rými. Hann hugsar með höndunum og verkfærunum beint í efniviðinn. Klemens segir verk sín meðal annars vera hugleiðingar um form og formleysu, þyngd og þyngdarleysi. Klemens útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2022, síðan þá hefur hann unnið sem myndlistarmaður of tónlistamaður fyrir hljómsveitinna hatari en líka undir eiginn nafni, einnig rekur Klemens eigið innréttingar verkstæði. Klemens er afkastamikill og einbeittur listamaður með fjölbreytt áhugasvið. Á starfsferli sínum hefur hann átt í gjöfulu samstarfi með ýmsum listamönnum í myndlist og tónlist og nýtur þess að vinna í skapandi og fjölbreyttum listheimi.

Sýningar

Hendi næst

Skoða