Kristín Karólína Helga­dóttir

Kristín Karólína Helgadóttir

Kristín Karólína Helgadóttir (f. 1988) hefur undanfarinn áratug tekið virkan þátt í íslensku myndlistarlífi, bæði sem listamaður, sýningarstjóri og rannsakandi. Hún lauk BA námi í myndlist við Koninklijke Academia van Schone Kunsten í Belgíu, með viðkomu í Listaháskóla Íslands og Universität der Künste í Berlín. Jafnframt hefur hún BA gráðu í heimspeki og listfræði frá Háskóla Íslands. Auk þáttöku í samsýninga bæði hérlendis og erlendis hefur hún fengist við myndlistarútgáfu í verkefnunum Gamla Sfinxinum og Bláa Vasanum, en þar eru orð Íslenskra myndlistarmanna varðveitt og þeim miðlað á stafrænu og prentuðu formi. Einnig var hún meðlimur í listamannarekna rýminu Kunstschlager í Reykjavík og rak sýningarrýmið ABC Klubhuis í Antwerpen við góðan orðstír.

Sýningar

D-vítamín

Skoða