Nína Óskars­dóttir

Nína Óskarsdóttir

Nína Óskarsdóttir (f. 1986) vinnur með skúlptúr og innsetningar og verk hennar einkennast af efniskennd sinni þar sem handmótaðir og glerjaðir steinleirsskúlptúrar eru hvað mest áberandi. Auk efnisvinnu með leirinn vinnur hún með textíl og hverful efni á borði við vatn, eld og matvæli. Vinna hennar sprettur upp frá forvitni um mannlega hegðun og atferli, sögu hluta og efnis og frá trúarlegri iðkun. Nína útskrifaðist með MA gráðu í myndlist árið 2020 frá Listaháskóla Íslands þar sem hún kláraði einnig BA nám sitt í myndlist árið 2014. Árið 2018 kláraði hún tveggja ára nám í steinþrykki hjá Leicester Print Workshop, Bretlandi.

Sýningar

D-vítamín

Skoða