Hönn­un­ar­Mars: After Stone

HönnunarMars: After Stone

HönnunarMars: After Stone

Hafnarhús

Í þessu efnisrannsóknarverkefni er kannað hvernig endurheimta má úrgang úr steiniðnaði og umbreyta í litaduft til framleiðslu á keramikvöru.

Steinúrgangur sem myndast við rennismíðar verður að fínu dufti sem hægt er að endurnýta sem litarefni til þess að lita keramikglerunga. Venjulega er slíku aukahráefni annaðhvort fargað eða það niðurunnið en með því að endurvinna úrganginn á þennan hátt er efnið nýtt til fulls.

Keramiklínan, sem sýnd er sem hluti af verkefninu, samanstendur af veggflísum úr postulíni, sem sýna notkun úrgangsins, bæði á stórum og smáum skala. Þótt að steinúrgangur sé fyrst og fremst úr basalti, sem kann að virðast takmarkandi hvað liti varðar, er í verkefninu litið á það sem áskorun til þess að ná fram fjölbreytileika í litbrigðum. After Stone gefur úrgangi nýja mynd og styður við hið byggða umhverfi, handverk og hringrásarlausnir.

Sýningin er opin á eftirfarandi tímum:

Miðvikudagur: 17:00-18:00

Fimmtudagur: 10:00-22:00

Föstudagur: lokað

Laugardagur 10:00-17:00

Sunnudagur: 10:00-17:00