Hönn­un­ar­Mars: ENDUR­TAKK x Rauði kross Íslands

, til

HönnunarMars: ENDURTAKK x Rauði kross Íslands

HönnunarMars: ENDURTAKK x Rauði kross Íslands

Hafnarhús

, til

Hannaðu þinn eigin taupoka með ENDURTAKK og Rauða krossi Íslands.

ENDURTAKK er hönnunarstúdíó sem sérhæfir sig í sjálfbærri tísku. Kynning á vörumerki ENDURTAKK fer fram með gagnvirkri innsetningu. Markmið innsetningarinnar er að gestir sjái og fræðist um listrænt ferli stúdíósins. Fylgst er með ferlinu í stúdíónu þar sem aðaláhersla er lögð á að fylgja meginreglum endurnýtingar og áframvinnslu textílefna í tískubransanum og notuðum textíl er breytt í nýja vöru. Innsetningin líkir eftir saumastofu ENDURTAKK sem staðsett er í miðbænum og hefur allt sem þarf til verksins, meðal annars saumavélar, skurðarborð og úrval af gallaefni.

Þau sem hafa áhuga á að taka þátt geta bókað á noona.app/endurtakk

ENDURTAKK er fatahönnunarstúdíó sem var stofnað árið 2019. Áherslur ENDURTAKK eru á sjálfbærni og að draga úr textílúrgangi.

Sýningin er opin á eftirfarandi tímum:

Miðvikudagur: 17:00-18:00

Fimmtudagur: 10:00-22:00

Föstudagur – Sunnudagur: 10:00-17:00