Hönn­un­ar­Mars: Híbýla­auður

HönnunarMars: Híbýlaauður

HönnunarMars: Híbýlaauður

Hafnarhús

Viltu búa með mér? Rannsóknasviðshópurinn Híbýlaauður býður til skrafs og ráðagerða kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins sem hefur fylgt híbýlum manna frá örófi alda.

Við kíkjum á uppskriftir og kokkum upp fjölbýli framtíðarinnar: Hvernig líður samverunni? Er einhver hugmyndafræði? Eða gróður? Gerir dagsbirta á öllum hæðum hússins okkur ríkari? Er húsnæðismarkaðurinn að sjóða upp úr? Eða er glæta i þessu? Eitthvað í búrinu sem er hagkvæmast og umhverfisvænast í stöðunni? Hvað með tilraunir? Að búa saman?

Híbýlaauður spinnst út frá arkitektónískum og hagrænum rannsóknum í samhengi við húsnæðisuppbyggingu á Íslandi. Áherslunni er beint að íbúanum og gæðum í hönnun og skipulagi, því að skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa ekki síður en þá sem byggja.

Sýningin er opin á eftirfarandi tímum:

Miðvikudagur: 17:00-18:00

Fimmtudagur: 10:00-22:00

Föstudagur: lokað

Laugardagur 10:00-17:00

Sunnudagur: 10:00-17:00