Hönn­un­ar­Mars: Stofn­endur FÍT

HönnunarMars: Stofnendur FÍT

HönnunarMars: Stofnendur FÍT

Hafnarhús

Árið 2023 markaði 70 ár frá stofnun Félags íslenskra teiknara, FÍT. Því er tímabært að líta um öxl og draga fram í dagsljósið verk fyrstu kynslóðar grafískra hönnuða á Íslandi og stofnenda félagsins.

Upphaf FÍT má rekja til Ágústu Pétursdóttur og bróður hennar Halldórs sem luku námi í auglýsingateiknun í Danmörku. Hann hélt síðar til framhaldsnáms til Bandaríkjanna. Þann 23. nóvember árið 1953 stofnaði Halldór, ásamt Ágústu systur sinni og þeim Atla Má Árnasyni, Stefáni Jónssyni, Tryggva Magnússyni, Ásgeiri Júlíussyni og Jörundi Pálssyni Félag íslenskra teiknara. Félagarnir hittust á teiknistofu Halldórs og Ágústu að Túngötu 38 í Reykjavík.

Öll höfðu þau unnið sem teiknarar um nokkurt skeið og áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á faggreinina og sjónræna menningarsögu Íslendinga þegar litið er til umbúða, merkja, þjóðlegra tákna, myndlýsinga, bókakápa og fleira.

Aðalmarkmið FÍT hefur alla tíð verið að efla starfsstéttina. Upphaflega var félagið stofnað til að samræma verðskrá og halda uppi félagsstarfi. Frá árinu 1946 höfðu teiknarar þó haft með sér nokkra samvinnu um verðlagningu. Árið 1957 taldi félagið aðeins 11 meðlimi en nú eru í því rúmlega 300 félagar.

Sýningin er opin á eftirfarandi tímum:

Miðvikudagur: 17:00-18:00

Fimmtudagur: 10:00-22:00

Föstudagur: lokað

Laugardagur 10:00-17:00

Sunnudagur: 10:00-17:00