Alþjóðlega samsýningin Myndun verður opnuð í Hafnarhúsi laugardaginn 20. september

Alþjóðlega samsýningin Myndun verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 20. september kl. 16. Sjö listamenn eiga verk á sýningunni: Tomas Saraceno, Ernesto Neto, Ragna Róbertsdóttir, Mona Hatoum, Monika Grzymalai, Ryuji Nakamura og Rintaro Hara frá Japan.
> Sjá nánar

Vígsla á veggmyndum Ragnars Kjartanssonar og vegglistahóps Miðbergs að Krummahólum í Breiðholti laugardaginn 20. september kl. 14

Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu veggmynda eftir Ragnar Kjartansson og vegglistahóp Miðbergs að Krummahólum í Breiðholti laugardaginn 20. september kl.14. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson vígir verkin.
> Sjá nánar

Jaðarber: Johannes Kreidler, Hafnarhús, mánudag 22. september kl. 20

Portrett tónleikar með verkum Johannesar Kreidler, eins áhugaverðasta samtímatónskálds sinnar kynslóðar í Evrópu.
> Sjá nánar

Netleiðsögn um sýninguna Skipbrot úr framtíðinni / Sjónvarp úr fortíðinni, sunnudag 14. september kl. 15

Netleiðsögn með Ásdísi Sif Gunnarsdóttur um sýninguna Skipbrot úr framtíðinni / sjónvarp úr fortíðinni sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi.
> Sjá nánar

Glæsileg samsýning verður opnuð í Ásmundarsafni laugardaginn 13. sept.

Samsýningin, A posteriori: Hús, höggmynd, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni, laugardaginn 13. september kl. 16. Listamennirnir Birgir Snæbjörn Birgisson, Guðjón Ketilsson, Hulda Hákon, Kathy Clark, Kristín Reynisdóttir, Stefán Jónsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir sýna þar verk sín ásamt verkum Ásmundar Sveinssonar.
> Sjá nánar

Tónleikar: Tríó Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, föstudag 12. september kl. 12.15

Ókeypis hádegistónleikar Tríós Reykjavíkur þar sem flutt verða íslensk þjóðlög og píanótríó eftir Beethoven.
> Sjá nánarEldri fréttir


Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
Erró, Maður með blóm/Man with a Flower, 1985.
Erró og listasagan
06.sep. 14 - 27.sep. 15

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Næstu sýningar verða opnaðar 27. sept.
Andreas Eriksson, Kofi TedKaczynskis/ TedKaczynskisCabin, 2004.
Andreas Eriksson: Roundabouts
27.sep. 14 - 04.jan. 15

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17
A posteriori: Hús, höggmynd
13.sep. 14 - 04.jan. 15